Algengar spurningar
Hvernig bóka ég bás
Þú smellir á bóka bás og ferlið leiðir þig í gegnum þetta! Ekkert mál!
Hvenær borga ég og hvenær fæ ég greitt?
Þú greiðir básaleiguna í bókunarferlinu, greitt er svo 2-3 dögum eftir að leigu líkur.
Geta tveir verið með einn bás
Aðeins einn getur verið skráður fyrir básnum og fær greitt fyrir söluna úr honum.
Hvenær get ég sett föt í básinn?
Þú færð básinn þinn afhentan einum klukkutíma fyrir lokun deginum áður en leigutímabil hefst.
Takið þið við peningum?
Já við gerum það.
Get ég hætt hvenær sem er
Nei, leigu líkur þegar tímabilinu sem valið var er lokið.
Hvenær þarf ég að tæma básinn?
Tæma þarf básinn tvem tímum fyrir lokun síðasta dag leigutímabils, næsti leigandi fær básinn afhentan einum tíma fyrir lokun deginum áður en nýtt leigutímabil hefst og þarf því básinn að vera laus fyrir það.
Hvað gerist ef ég næ ekki að koma og tæma básinn.
Engar áhyggjur! Starfsmaður fatabása mun taka básinn saman fyrir þig svo hægt sé að afhenda hann næsta leiganda. Fatabásar rukkar þó 3000kr fyrir þessa þjónustu. Við rukkum einnig 750kr fyrir geymslu á fötunum hvern dag sem þau eru ekki sótt, ef fötin hafa ekki verið sótt eftir 10 daga og ekki búið að hafa samband við okkur hvers vegna teljast þau eign Fatabása, þar sem við höfum mjög takmarkað geymslupláss er þetta svona hjá okkur og er því mikilvægt að sækja á réttum tíma eða láta okkur vita.