Algengar spurningar
Hvernig bóka ég bás
Þú smellir á bóka bás og ferlið leiðir þig í gegnum þetta! Ekkert mál!
Hvenær borga ég og hvenær fæ ég greitt?
Þú greiðir básaleiguna í bókunarferlinu, greitt er svo 2-3 dögum eftir að leigu líkur.
Geta tveir verið með einn bás
Aðeins einn getur verið skráður fyrir básnum og fær greitt fyrir söluna úr honum.
Hvenær get ég sett föt í básinn?
Þú færð básinn þinn afhentan einum klukkutíma fyrir lokun deginum áður en leigutímabil hefst.
Takið þið við peningum?
Já við gerum það.
Get ég hætt hvenær sem er
Nei, leigu líkur þegar tímabilinu sem valið var er lokið.
Hvenær þarf ég að tæma básinn?
Tæma þarf básinn tvem tímum fyrir lokun síðasta dag leigutímabils, næsti leigandi fær básinn afhentan einum tíma fyrir lokun deginum áður en nýtt leigutímabil hefst og þarf því básinn að vera laus fyrir það.
Hvað gerist ef ég næ ekki að koma og tæma básinn.
Niðurtekt. Ef básinn hefur ekki verið tæmdur á réttum tíma og ekkert samkomulag verið gert varðandi það, munum við hjá Fatabásar Mjóddinni sjá um að pakka vörunum niður og rukka fyrir það afgreiðslugjald sem er 5.000kr. Einnig hefur þú möguleika á því að kaupa þá þjónustu að tæma básinn, og kostar það 3000kr, þegar samið er um það fyrirfram. Við getum geymt vörurnar í viku, en rukkum 1.000 krónur fyrir hvern dag sem vörurnar eru í geymslu hjá okkur. Eftir það eru þær í eigu Fatabásar Mjóddinni.
Þjófavarnir
Þjófavarnir eru í boði fyrir allar vörur verðlagðar 2.000kr og meira ,vöruverndunarhlið er við útgang verslunar og myndavélar eru á veggjum. Eins er Starfsfólk Fatabása ávallt með opin augu fyrir búðarþjófnaði.